Warning: "continue" targeting switch is equivalent to "break". Did you mean to use "continue 2"? in /home/httpd/vhosts/beschwerdenlos.ch/bbfreyja.com/wp-content/plugins/revslider/includes/operations.class.php on line 2858 Warning: "continue" targeting switch is equivalent to "break". Did you mean to use "continue 2"? in /home/httpd/vhosts/beschwerdenlos.ch/bbfreyja.com/wp-content/plugins/revslider/includes/operations.class.php on line 2862 Warning: "continue" targeting switch is equivalent to "break". Did you mean to use "continue 2"? in /home/httpd/vhosts/beschwerdenlos.ch/bbfreyja.com/wp-content/plugins/revslider/includes/output.class.php on line 3708 Staðurinn – BB Freyja

Staðurinn Stokkseyri

Stokkseyri er fallegt og friðsælt lítið sjávarþorp á suðvestur strönd Íslands íbúar um 450. Þorpið stendur á svonefndu Þjórsárhrauni sem rann fyrir um 8600 árum. Upphafsmaður byggðar á þessum stað er talinn vera Hásteinn Atlason um árið 900. Þorpið stendur við strönd þar sem hafnarskilyrði eru afar erfið. Miklar og langar sandstrendur teyja sig til austurs og vesturs. Upplagt er að fara í langar sem stuttar gönguferðir á ströndinni og njóta náttúrunnar, ferska sjávarloftsins og hins auðuga fugla og dýralífs sem þar er að finna m.a seli. Á rölti um þorpið kennir margra grasa. Í menningarmiðstöðinni (gamla frystihúsið) má finna drauga , álfa og ýmsar forynjur. Þar má einnig kynna sér undur norðurljósa. Þá er vert að skoða veiðisafnið, verbúðina Þuríðarbúð smá sýnishorn um hvernig sjómenn bjuggu í fyrri tíð. Rík hefð er fyrir marks konar hannyrðum, má kynna sér það starf með því að heimsækja vinnustofur í gallery Gimli fá sér kaffi og heimabakaðar kökur.
Staðurinn
Staðurinn

Við erum hér

Það eru nokkrir möguleikar á að komast til Stokkseyrar frá Keflavík Keflavik airport – Reykjavik – Hveragerdi – Selfoss – Stokkseyri 108 Km
Keflavik airport – Grindavik – Thorlakshöfn – Eyrarbakki – Stokkseyri 112 Km

Ef þið komið að austan keyrið þjóðveg 1 í áttina Selfoss/Reykjavik